05.03 2010

Samtök um vistvæna byggð

Arkís  er aðili í stofnun samtaka um vistvæna byggð – vettvangs um sjálfbæra mannvirkjagerð. Fyrirmyndin er erlend, svo nefnd „ Green Building Councils“. Tilgangur samtakanna er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á íslandi. Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög verða þar í farabroddi við að móta sameiginlega stefnu. Haldinn var undirbúningsfundur að stofnun samtakanna 23. Febrúar og eru þegar 29 aðilar ornir stofnfélagar, þar með talið Arkís.

NÝLEGAR FRÉTTIR