22.04 2015

Metanólverksmiðja

 Metanólverksmiðja Carbon Recycling International fullbyggð.

Nýlega var tekin í notkun fullbyggð verksmiðja Carbon Recycling International fyrir framleiðslu á metanóli. Versmiðjan er staðsett í nágrenni við jarðhitaorkuverið í Svartsengi á Reykjanesi.
Verksmiðja er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, sem nýtir koltvísýring (CO2) úr útblæstri  jarðhitavirkjunnar til framleiðslu á vistvænu eldsneyti og markar ákveðin tímamót í framleiðslutækni við vistvænt eldsneyti.
Í verksmiðjunni er framleitt endurnýtanlegt metanól, allt að 4000 tonn árlega, með samruna vetnis (H2) og koltvísýrings. Metanól er m.a. hægt að nota við framleiðslu á biodisel og sem íblöndunarefni á bensínvélar.
ARKÍS arkitektar unnu að verkefninu með verkfræðistofunni Mannviti og Caorbon Recycling International og eru arkitektar verksmiðjunnar.

NÝLEGAR FRÉTTIR