10.09 2014

Landvarðaraðstaða og snyrtingar við Langasjó

Arkís arkitektar hafa hannað hús fyrir snyrtingar og landvarðaraðstöðu við Langasjó í Vestur Skaftafellssýslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnaði verkið til helminga við þjóðgarðinn. Húsin munu þjóna ferðamönnum á vestursvæði þjóðgarðsinns. Húsin eru timburhús og heil klædd með lerki og mun pallur úr lerki vera í kringum þau. Rafmagn fyrri húsin mun koma frá íslenskri vindmyllu (Icewind) og frá sólarsellum.

NÝLEGAR FRÉTTIR