21.06 2013

Harstad Kindergarten

ARKÍS ásamt Verkís hafa gert heildarsamning um hönnun á leikskóla við sveitarfélagið Harstad í Noregi. Samkvæmt samningnum sjá fyrirtækin um heildarráðgjöf á verkefninu til alútboðs í Noregi. Harstad liggur við Lofoten í Noregi en í sveitarfélaginu búa um 24.000 manns. Talsverð uppbygging hefur verið í Harstad og vinnur sveitarfélagið að uppbyggingu leikskóla á svæðinu. Leikskólarnir byggja á hugmyndfræði um starfssvæði fremur en deildarskiptingu en þar hafa börn meira val um þátttöku eftir áhugasviði fremur en starfsskipulagi hinna hefðbundnu deilda.

NÝLEGAR FRÉTTIR