06.06 2017

Grunnskóli í Reykjanesbæ

Föstudaginn 2.júní var undirritaður hönnunarsamningur á nýjum grunnskóla í Reykjanesbæ. Reykjanesbær hyggst reisa rúmlega 10.000 m² skóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ byggðan á samkeppnistillögu ARKÍS arkitekta frá febrúar 2017. Skólinn mun hýsa leikskóla, grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, tónlistarskóla og bókasafn ásamt tengdum rýmum.
Á myndinni eru frá Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og frá ARKÍS , Aðalsteinn Snorrason.

NÝLEGAR FRÉTTIR