23.05 2013

GLÓ opnar

Veitingastaðurinn GLÓ hefur opnað nýjan stað að Laugavegi 20b. ARKÍS hefur unnið að hönnun staðarins síðan í loka síðasta árs. Unnið var með sérkenni hússins í anda GLÓ og voru innviðir látnir halda sér eins og kostur var. Hlaðinn skorsteinn hússins er miðpunkturinn í hinu nýja rými og lögð var áhersla á endurnýtingu efna og einkenna þess. ARKÍS vill þakka Sollu og Ella fyrir frábært og gefandi samstarf og óskar þeim alls hins besta með nýja staðinn að Laugavegi 20b. Sjón er sögu ríkari.

NÝLEGAR FRÉTTIR