09.02 2010
Arkís vinnur nú ásamt fimm öðrum íslenskum arkitektastofum að verkefnaöflun erlendis með umhverfisvænan arkitektúr að leiðarljósi. Hópurinn vinnur saman sem einn aðili undir sameiginlegu nafni,GEYSIR ARCHITECTS. Nýlega tóku GEYSIR ARCHITECTS þátt í verkefni Útflutningsráðs íslands á orkusýningunni World Future Energy Summit í Abu Dhabi, ásamt Reykjavík Geothermal og Landsvirkjun. Hr Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands og frú Dorrit Moussaieff heimsóttu íslenska sýningarbásinn. Umhverfisvænn arkitektúr GA og orka úr jarðvarma vöktu athygli á ráðstefnunni.