03.09 2019

Dynjandi

Arkís arkitektar hafa hannað tvö snyrtingar- og eitt landvarðarhús fyrir Umhverfisstofnun við Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum.

Hönnun svæðisins, aðkoma, stígar og bílastæði er hönnuð af Landformi og hannaði Arkís snyrtingarnar, landvarðarhúsið og pallinn  inn í þann ramma sem hönnun þeirra gerði ráð fyrir. Húsin eru timburbyggingar sem koma fullbyggð á staðinn. Útveggir eru klæddir með lerki og  þak með úthagatorfi, pallur í kringum húsin er klæddur með lerki. Þannig mynda húsin og pallurinn eina heild. Húsin koma fullbyggð á staðinn. Húsin eru heilsárshús um 13,5 m2 að stærð hvert og upphituð með rafmagni. Alls eru sjö snyrtingar og þar af ein fyrir hreyfihamlaða í húsunum fyrir snyrtingar ásamt landvarðarhúsi með geymslu. Í fráveitulausnum er farin ný leið án seturlagna sem hreinsar frárennsli um allt að 90% á náttúrulegan hátt.

NÝLEGAR FRÉTTIR