28.11 2011

ARKÍS með fulltrúa á Þjóðarspegli XII 2011

Aðalsteinn Snorrason hélt fyrirlestur um grein sem hann skrifaði ásamt Dr. Ingjaldi Hannibalssyni um Ímynd Íslands í Bandaríkjunum. Grein þessi byggir á meistararitgerð Aðalsteins í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum sem hann lauk síðastliðið vor. Fyrirlesturinn var hluti af málstofu um ferðamál og ímynd og var hún einstaklega vel sótt. Mikill áhugi virðist vera á ferðamálum, því um eitt hundrað manns sóttu málstofuna. Aðrir þátttakendur í mástofunni voru: Gunnar Þór Jóhannesson, Katrín Anna Lund, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Rannveig Ólafsdóttir og Edward H. Huijbens. Rit Viðskiptafræðideildar má nálgast hér /assets/images/Thjodarspegillinn.pdf, en þar er að finna meðal annars grein Aðalsteins og Ingjalds.

NÝLEGAR FRÉTTIR