
VíðiholtGarðabær
Víðiholt er staðsett á Álftanesi, í nálægð við græn svæði og hesthúsahverfið við Breiðumýri og má segja að Víðiholt sé eins konar sveit í borg. Víðiholt skiptist í tvo hluta: Reit A, þar sem eru tvö fjölbýlishús með samtals 50 íbúðum, og Reit B, sem samanstendur af einu parhúsi og fjórum raðhúsum með alls 20 íbúðum, samtals 70 íbúðir.
Við hönnun og efnisval var lögð áhersla á umhverfisvænar lausnir og lítið viðhald. Húsin eru sambyggð rað- og parhús með stórum gluggum sem hleypa birtu inn milli hæða um ljósgarð sem liggur á milli húseininganna. Klæðning húsanna er vönduð og skemmtilega útfærð með dökkum römmum, sem gefa þeim létt og næstum tvívítt yfirbragð.