Maríugata 30-32 eru tvö fjölbýlishús í Urriðaholti byggð árið 2019. Maríugata 30 er fjögurra hæða fjölbýlishús með 3-5 herbergja íbúðum og bílageymslu. Maríugata 32 er tvíbýli með 4-5 herbergja íbúðum.
Frá íbúðum er tilkomumikið útsýni út á haf og til fjalla. Leitast var við að tengja efnisval við lynggróna landslagið og skapa fjölbreytni í húsagerðum. Byggingarnar hafa hlýlegt en skarpt yfirbragð og skapa aðlaðandi götumynd.