Geysir

Samkeppnis tillaga Arkís  - 3.verðlaun

Geysissvæðið í Haukadal hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun.

Hugmyndin byggir á að auka aðgengi allra að hverasvæðinu og vernda viðkvæma náttúru þess. Tillagan gerir ráð fyrir að gerðir verði tveir inngangar inn á svæðið sem tengdir eru saman með stígum, þannig að gestir fá notið hverasvæðisins allt eftir því hvaða hluti hentar hverjum gesti. Inngangar eru annar vegar við aðkomu að vestanverðu við núverandi veitingarsölu og hinsvegar við nýja upplýsingamiðstöð að austanverðu sem á að fá það meginhlutverk að miðla upplýsingum um hverasvæðið og skógrækt í Haukadal.

Göngustígakerfið tengir saman helstu hveri og verndar á sama tíma viðkvæman gróður staðarins og leyfir útfellingum að renna náttúrulega innundir uppliftan göngustíg. Inngangstorg staðarins eru færð til og þjónustu við þau bætt.  Ryðrautt járnið fellur vel í umhverfið, en við fáfarnari stíga eru þrep fest í jörðu til að afmarka umferðarsvæði.  Lágstemmd næturlýsing er byggð inní fjölfarnari stíginn.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2013
  • -m2
  • Bláskógabyggð, Framkvæmdasýslan
  • Skipulag

ÖNNUR verkefni