Víkurgata 19

Húsið er staðsett við Urriðavatn með eintakt útsýni yfir náttúruna og nýtur mikillar eftirmiðdagssólar. Urriðaholt er hverfi sem byggir á vistvænni nálgun og er skipulagið sjálft BREEAM vottað. Einbýlishúsin í vesturjaðri hverfisins eru á áhugaverðasta svæðinu hvað útsýni, skjól og sólarátt varðar. Húsin neðan götu eru aðgengileg frá austri og opna sig á móti Urrriðavatninu með sýn alrými og garða. Hverfið er á jaðri borgarmarkanna og nýtur mikillar og ósnortinnar náttúru í nágrenninu með Heiðmörk sem mesta skóglendi í upplandi höfuðborgarsvæðisins.

Húsið stendur í brekku Urrriðaholts með efri hæð á móti aðkomu en opnar sig á móti vatninu og birtunni. Húsið er einfalt og látlaust en er vandað í öllu efnisvali með tilliti til endingargóðra og vandaðra efna. Allar innréttingar eru sérhannaðar með þarfir eigenda að leiðarljósi.

Efrihæðin er alrými hússins þar sem eldhús og stofa opna sig á móti útsýninu, skrifstofa er við hlið inngangs. Frá stofu og alrými er stór opnun út á svalir sem snúa til suð-vesturs með opnu útsýni yfir Urriðavatnið. Á neðri hæðinni eru öll svefnherbergi og öll önnur aðstaða fjölskyldunnar. Frá neðri hæðinni er opið aðgengi út í garðrými með setsvæði og heitum og köldum potti.

Garðrýmið veit á móti sól og útsýni sem er óhindrað frá setsvæðinu yfir Urriðavatnið en þar er vé fjölskyldunnar fyrir veðri og áreiti. Þar er hitapottur þegar sólar nýtur og skjól fyrir ríkjandi áttum á góðviðrisdögum.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2020
  • 370m2
  •  
  • Einbýlishús

ÖNNUR verkefni