#

Leikskólinn ÁshamrarHafnafjörður

Áshamar leikskóli er staðsettur í nálægð við ósnerta náttúru í Hamranesi í Hafnarfirði. Leikskólinn er fyrir 120 börn á 6 deildum. Áshamar leikskóli er byggður í “L” utan um eitt miðsvæði, “Iðuna”. Deildirnar raðast meðfram L-laga byggingunni um Iðuna, paraðar saman tvær og tvær. Með því móti er auðvelt að halda utan um starf hverrar deildar og aðgengi að miðsvæði og stoðrýmum. L-lagaform leikskólans heldur utan um starfsemina og leikskólalóðina auk þess að mynda skjól á lóðinni á mót norð-austri. Hönnunin snýst um barnmiðaða nálgun, húsgögn, innréttingar og byggingarhlutir eru aðlagaðir að umfangi og óskum ungra barna. Litrík, aðlaðandi og hugmyndarík rými eru gerð til að örva forvitni barna og þeirra nám. Hvert deildarpar hefur sér inngang og er það gert til að dreifa álagi. Frá anddyri er bein sjónræn tenging út á lóð, frá fatahengi eru heimasvæði í pörum. Heimasvæði eru björt með stórum gólfsíðum gluggum og þakgluggum, þar sem það á við. Skrifstofur, tæknirými, eldhús og iðan (fjölnotasalur) eru öll hönnuð utan um heimasvæðin. Iðan er fjölnotasalur sem getur tekið á sig margar myndir með óbeina ofanbirtu og miðlægt staðsettu sviði fyrir leik og listsköpun.