Villa Two Peaks

Tveggja kletta villa í Vestmanneyjum
Lóðin liggur þétt innan um hús í grónu hverfi.
Hugmyndafræðin var að finna fína línu á milli þess gamla og nýja og um leið að nota umhverfið sem innblástur. Það varð úr að skoða eyjuna úr lofti og finna hughrif sem pössuðu inn í heildina.
Með því að nota Heimaklett, Eiði og Klif þar sem andstæður fjalls og láglendis mætast sem innblástur, var form hússins mótað.
Einkenni hússins eru tveir mænar sem rísa líkt og klettar, á milli þeirra er, flatt þak eða lygna, láglendið. Húsið er ca160m² að stærð með góðri aðkomu að bílskúr, að innan er komið inn í anddyri sem deilir upp rýmum á milli herbergja, bílskúrs og stofu.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2014-2015
  • 160m2
  • einkaaðili / private
  • Íbúðarhúsnæði

ÖNNUR verkefni