Vattarás

Vattarás er hannað fyrir hjón með fjögur börn. Lögð var áhersla á að skapa hús sem nýtti útsýni af lóðinni og myndaði skjólgott útirými í garði. Húsbyggjendur lögðu áherslu á rúmgóð barna- og svenherbergi, auk opinna fjölskyldurýma. Þá var haft að leiðarljósi að breyta mætti hluta hússins í sér íbúð er börnin eltust.

Húsið stallast á lóðinni og myndar þrjá palla. Á efsta palli er stofa og borðstofa og eldhús, með útsýni er opnast til Snæfellsjökuls og Bessastaða. Á miðpalli er bílskúr, þvottahús, forstofa og foreldraálma, sem skilja má að síðar og breyta í tveggja herbergja íbúð. Á neðsta palli er barnaálma með fjórum svefnherbergjum, baði og geymslu, auk opins tómstundarýmis er opnast út á garðsvæði. Stofuálma og barnálma tengjast með rými er opnast milli hæða og markast af tveggja hæða framhlið úr gleri og stáli, er opnar húsið út í garðrýmið og gerir það þannig að hluta hins innra rýmis hússins.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2000
  • 310m2
  • einkaaðili / private
  • íbúðarhúsnæði

ÖNNUR verkefni