Nýtt þjónustuhús fyrir Umhverfisstofnun við Vatnshelli á Snæfellsnesi.
Húsið sem er er 33 m2 auk yfirbyggðs palls og mun þjóna sem móttöku- og upplýsingamiðstöð um náttúru Vatnshellis og Snæfellsþjóðgarðs.
Húsið er timburhús, útveggir og pallur eru klæddir með lerkiborðum, þak er klætt með lyngþökum.
Við húsið er ný aðkoma og bílastæði hönnuð af Landslag.