Þekkingarsetur Vestmannaeyja

Þekkingarsetur Vestmanneyja

Húsið við Strandveg 30 var byggt árið 1964. Upphaflega var húsið notað undir fiskverkun þá í eigu Ísfélagsins en síðar var þar hurðaverksmiðja. Í dag er verslunin Miðstöðin í neðri hæð hússins með byggingarvöruverslun og verkstæði pípulagna. S30 á alla efri hæð hússins auk inngangs og stigahúss á jarðhæð. Hluti af Strandvegi 30 er samliggjandi hús svokallað vigtarhús sem samanstendur af jarðhæð og kjallara. 

Þekkingarsetur Vestmanneyja á að mynda hagkvæma og örvandi umgjörð um þá fjölþættu starfsemi sem þar fer fram: kennslu, rannsóknir, fræðslu og þjónustu. Mikilvægt er að nýjasta tækni sé notuð til að tryggja öryggi og árangursríkt starf.

Starfsemin sem fer fram í húsnæði Þekkingarsetursins er mjög fjölþætt sem skiptist í þrjá þætti:
Almenn skrifstofustörf
Rannsóknarstörf (fín og gróf)
Kennslu- og fræðslustörf ásamt nemendaaðstöðu

Í nýju húsnæði er það markmið að draga að starfsemi sem má skilgreina sem nýsköpun og hugmyndavinnslu. Ætlunin er að ná því fram með því að útbúa aðstöðu eða rými sem býður upp á aukið samstarf aðila, aukna hugmyndavinnu eða jafnvel með innkomu nýrra aðila tímabundið. Fjórði þátturinn í nýju húsnæði mætti þannig skilgreina sem nýsköpun, hugmyndavinnu og sprotastarfsemi:
Nýsköpun, hugmyndavinna og sprotastarfsemi

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2013-2014
  • 2.770m2
  • S30 Investment Samar
  • Atvinnuhúsnæði

ÖNNUR verkefni