Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hönnunartillaga að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

„Tungumál eru lykill að heiminum“
Með tilvitnun Vigdísar að leiðarljósi leggja höfundar til að stofnun hennar í erlendum tungumálum bjóði sem flesta heim til að upplifa sameiningarmátt tungumálaheimsins. Stofnuninni er ætlað að ýta undir aukin samskipti milli fólks af ólíkum uppruna og með ólík sjónarmið.  Hér skulu allar hugmyndir fá hljómgrunn og verða virtar.

Hin óendanlega hringrás
Innri tengingar  byggingin myndar einskonar átta „8“ eða táknið lemniscate – sem táknar óendanleika.
Það er sýn hönnuða að lóðréttar og láréttar tengingar milli hæða og miðrýmis hvetji til samskipta milli ólíkra notenda byggingarinnar og verði að samskipta spírall sem fer sí stækkandi.

Meginmarkmið hönnunartillögunnar er að skapa stílhreina og bjarta umgjörð um fjölþætta starfsemi Stofnunar  Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þar sem eðli og tilgangur tungumála snýst um að opna leiðir og auka skilning á milli manna og menningarheima þarf byggingin að vera opin, björt og gagnsæ. Með opnum rýmum, greiðum og gegnsæjum samskiptaleiðum, sveigjanlegum notkunarmöguleikum rýma á  rýmum telja höfundar að þessum markmiðum sé náð.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2011
  • 3.005m2
  • Framkvæmdasýslan
  • Opinberar byggingar

ÖNNUR verkefni