Samkeppnistillaga að nemendagörðum á lóð sem samanstendur af tveimur eins reitum, hvor með tveimur bygingum sem hýsa 50 íbúðir. Samtals 100 íbúðir auk sameiginlegra rýma eins og þvottaaðstöðu og setustofu við sameiginlegt útisvæði. 3 tegundir íbúða: paraíbúð, einstaklingsíbúð og íbúð fyrir 3-4 einstaklinga.