Raðhúsalengjur

Urriðholtsstræti 44-74 er staðsett í austurhluta Urriðholts hverfisins með víðáttumikið útsýni til allra átta og í mikilli nálægð við leiksvæði, skóla og steinsnar frá víðáttum Heiðmerkur. Heimilt er að byggja tvær raðhúsalengjur með sextán íbúðum.
Raðhúsalengjurnar standa á móti hvor annari með aðkomu og bílastæðum á milli húsa. Raðhúsin standa saman af átta húsum sem mynda sextán húsasamfellu á lóð. Aðkoma að húsunum er um Urriðaholtsstræti um sameiginlega inn- og útkeyrslu, þar sem eru 40 bílastæði,  tvö bílastæði tilheyra hverri séreign og 8 gestastæði.
Allt efnisval er valið með umhverfisáhrif í hug og uppbygging á öll húsunum miðast við að notað séu efni sem þurfa lítið viðhald ásamt því að nota krosslímdar timbureiningar til uppbygginga á burðarvirki húsanna sem eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu. Allar íbúðareiningar eru á tveimur hæðum með sérafnot að garðsvæði bæði fyrir framan og aftan.
Á lóð að framan eru læstir geymsluskúrar fyrir hjól, skíði og annan búnað ásamt því að þar verða öll inntök veitna.
Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og herbergi ásamt anddyrisskápum, frá anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindur saman hæðir og þakgluggi veitir birtu niður með vegg og stiga þannig að eldhús, stofa og borðstofa njóta góðs af. Stórir gluggar veita meiri birtu inni í stofu og borðstofu ásamt því að þar er aukinn lofthæð. Einnig er þvottahús á jarðhæðinni gegnt stiga – þar sem greinatöflur og gólfkistur fyrir hita verða fyrir hverja séreign.
Á annarri hæð er komið inn í hol sem deilir upp þremur íveruherbergjum ásamt baðherbergi og sjónvarpsholi.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2020
  • 2.900 m²m2
  • einkaaðili
  • íbúðarhúsnæði

ÖNNUR verkefni