Miðbæjar Gil

Grunnhugmyndafræðin er að skapa áhugaverða nýja rýmd í miðbænum.

Útfærslan byggir á því að gera litla hliðargötu sem væri full af lífi hvort sem er af gangandi gestum, vinnandi fólki eða íbúum.  Ná að skapa hliðargötu að erlendri fyrirmynd sem væri iðandi af lífi allan ársins hring.

Öll verslunar- og eða þjónusturými eru sveigjanleg í notkun og stærð.
Íbúðir eru af mismunandi stærðum og gerðum. Íbúðir gætu einnig verið á milli hæða.

Útfærsla

Arkitektar sjá fyrir sér að neðstu hæðirnar séu skilgreindar sem verslunar- og þjónusturými ásamt aðgangi að tröppum/lyftu/geymslum fyrir íbúðir.

Húsform og aðlögun
Mikið er lagt upp úr því að fá sem mesta birtu hvort sem er í íbúðir, þjónusturými eða hliðargötu sem tengja Laugaveg og Hverfisgötu saman.
Húsform eru látlaus, stílhrein og skapa samræmi án einhæfni.
Húsformin sjá til þess að nýbyggingarnar öðlist sinn staðaranda og heildaryfirbragð.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2012
  • 8.000m2
  • -
  • Skipulag

ÖNNUR verkefni