Kinnargata 44-80Garðabær
Kinnargata 44-80 er raðhúsaverkefni í Urriðaholti. Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum og er staðsett í suð-austurhluta hverfisins með útsýni yfir Urriðaholtsvöll og víðáttumikla náttúru.
Skýr tenging er á milli byggingar og lóðar. Gott skipulag raðhúsanna tryggir gott flæði á milli inni- og útirýmis, með einkagörðum, svölum og sameiginlegum svæðum sem ýta undir samfélagstilfinningu.
Áhersla var lögð á að íbúar nái að njóta umliggjandi náttúru og útsýni með stórum gluggum og réttri afstöðu gagnvart sólarljósi sem hleypir sem mestu dagsljósi inn.
Húsin eru 150 fermetrar með 3-4 svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og upphitaðri geymslu sem getur nýst sem unglingaherbergi. Útgengt er á þaksvalir frá baðherbergi og svefnherbergi
Verkefnið er Svansvottað í samstarfi við Umhverfisstofnun. Svanurinn leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu.
Verkefnið var unnið fyrir fasteignaþróunarfélagið Vistbyggð sem hefur það aðalmarkmið að þróa og byggja íbúðarhúsnæði með vistvænum lausnum.