#

HellissandurHellissandur

1. verðlaun í opinni samkeppni. Byggingin er Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs að Hellissandi. Gestastofan skiptist í tvo hluta, annars vegar vinnuaðstöðu starfsmanna þjóðgarðsins og hins vegar sýningasvæði, kaffihús og aðstöðu til að halda fyrirlestra. Aðkoma að húsinu er frá Útnesvegi og um göngustíga sem tengja húsið á tvo vegu við göngustígakerfi þorpsins, en göngustígurinn gengur í gegnum húsið. Á þaki byggingarinnar er útsýnispallur.

Útveggir byggingarinnar eru annarsvegar klæddir bandsagaðri standard timburklæðningu, þar er aðstaða starfsmanna og hinsvegar skarklæddri láréttri timburklæðingu þar sem tekið er á móti gestum þjóðgarðsins.