Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR, samkeppnistillaga

Markmið skipulagstillögunnar er að mynda hverfi samofið náttúrueinkennum svæðisins, þar sem margbreytilegt,  öruggt,  vistvænt umhverfi með góðum tengingum og rýmismyndunum við aðliggjandi náttúru fær að njóta sín. Tillögunni er ætlað að mynda skjól, sjónlínur  og góðar tengingar milli lóða, við göngu- og hjólastígakerfi borgarinnar og opin náttúrusvæði Öskjuhlíðarinnar.

Tillagan gerir ráð fyrir um 300 íbúðum sem henta eiga fjölbreytilegum markhóp notenda, sem vilja eiga, leigja til lengri eða skemmri tíma, sölu-, leigu-, gestakennara-, hótel- og námsmannaíbúðir. Íbúðasamsetning og stærð: um 10% íbúða eru 20-25 m2, 30% íbúða um 30-55 m2, 35% íbúða um 45-55 m2 og 25% íbúða um 70-85m2.
Hugmyndin er að byggingarnar og útirýmin fléttist saman inn á milli skógarins og götunnar og myndi þannig spennandi og margbreytileg rými til útiveru og samskipta íbúanna. 

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2014
  • 20.000m2
  • HR Reykjavik University
  • Íbúðarhúsnæði

ÖNNUR verkefni