Hjúkrunarheimili Ísafirði

Hugmynd
Formun hjúkrunarheimilisins er skírskotun til tignarlegs landslags Vestfjarðakjálkans. Firðir og fjöll, dalir og djúp fá mótað það umhverfi sem alið hefur af sér vestfirska menningu og manngerðir. Deildir heimilisins eru táknmynd landssköpunar og garðar heimilisins firðir og djúp. Þar sækja menn næringu í öðrum skilningi en í hinni stóru mynd, en samlíkingin er skýr. Hjúkrunarheimilið er staðsett á svæði sem er opið og útsýni mikið. Til að allir heimilismenn fái notið gæða og gefandi umhverfis snúa íbúðir annað hvort út í hið mikilfenglega útsýni eða út í innri garða heimilisins. Með því móti er lögð áhersla á tengsl milli hins innra og þess ytra.

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2012
  • 2.300m2
  • Framkvæmdasýsla ríkisins
  • Íbúðarhúsnæði

ÖNNUR verkefni