Útsýnispallur við Ófærufoss

Tillagan gerir ráð fyrir að uppganga að Ófærufossi verði óbreytt og er stígurinn þannig lagaður að hann stýri umferð fólks um höfðann og verji þannig viðkvæman gróður hans. Einnig er gert ráð fyrir því að svæðið í kringum pallinn verði grætt upp og varið fyrir umferð gangandi fólks.

Pallinum er valinn staður fyrir miðum fossi og er felldur niður með landinu þannig að pallurinn sjálfur er um 1.3 m neðar en stígurinn að honum. Þannig ætti hann að vera lítt áberandi í ásýnd á fossinn neðanfrá. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja um 12 m² pall með tröllatöppum til að tylla sér niður og njóta stundarinnar og fossins.

Efnisval pallsins er stál sem mun falla á og verða ryðbrúnt, en brúnt yfirborðið mun falla vel að aðlægu umhverfi hans. Gólf pallsins er gegnsætt ristargólf, þannig sér fólk niður á ánna og gróðurinn undir honum. Handrið er klætt með fínofnu neti, handlista er hallað inn á við þannig að hann verji fólk sem best. Meginburðarvirki eru stálbitar og U skúffur sem skrúfast saman við súlur og mynda þannig burðarvirki pallsins. Undirstöður og burðarvirki falla undir pallinn og verða því lítt sýnilegar og auðvelt verður að fjarlægja þær og pallinn þannig að ummerki eftir pallinn verði lítt sjáanleg.

Tlillagan var unnin í samvinnu við EFLU og Landform.

Ljósmyndir: Snorri Baldursson

  • Byggingarár
  • Stærð
  • Viðskiptavinur
  • Tegund
  • 2013-2017
  • 12m2
  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Opinberar byggingar

ÖNNUR verkefni