Leikskóli Austurkór _ Tillaga

Leikskóli er fyrsta skólastigið í skólakerfinu, ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Eins og orðið leikskóli ber með sér, er það leikur og upplifun í félagi við aðra sem mótar skólastarfið á fyrstu skólaárunum. Höfundar hafa lagt ríka áherslu á að skapa heilsteyptan ramma utan um uppeldishlutverk leikskólastarfseminnar með því að taka mið af upplifun og örvun skynfæra í hönnun sinni, jafnt á lóð sem í byggingu.  Byggingu og lóð er ætlað að veita öruggt og gott uppeldisumhverfi fyrir börnin til framtíðar og vera ákjósanlegur vinnustaður fyrir starfsfólk. 
Leikskólinn er nátengdur umhverfi sínu og hefur sterk tengsl við náttúruna. Hönnun leikskólans er í einfaldleika sínum klæðskerasaumuð utan um þá starfsemi sem í honum verður. Leikskólinn er staðsettur á norðausturhluta lóðarinnar þannig að lóðin nýtist sem best undir leiksvæði, en um leið er einnig möguleiki á stækkun á vesturhlutar lóðar. Með þessari staðsetningu skýlir byggingin einnig leiksvæðinu fyrir norðanáttinni.

Kindergarten is the first school in the school system, intended for children under school age. The aim for the kindergarten is to use games and experience with others to shape the school in the early school years. Authors have emphasized the importance of creating a balanced framework for preschool upbringing activities by taking into account the experiences and sensory stimulation in its design, both with the landscape and the building. The building and its landsacpe are designed to provide a safe and good environment for raising children and to be the optimal workplace for employees.