Blágil

Landvarðarskáli fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Blágiljum.
Fyrsti landvarðarskáli sem Arkís arkitektar hafa hannað fyrir VJÞ, hefur verið tekin í notkun á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs í Blágiljum V-Skaftafellssýslu.
Skálinn er heimili og vinnustaður fyrir 2 – 3 landverði.
Byggingin samanstendur af 3 einingum sem hýsa svefn- og baðherbergi, alrými með stofu og eldhúsi auk verkstæðis og geymslueiningar.
Hönnun byggingarinnar gefur möguleika á  áfangaskiptingu framkvæmdarinnar.
Við hönnun byggingarinnar er lögð áhersla á einfalt form og efnisval sem fellur vel að staðnum og skapi góða umgjörð um starf landvarða.
Byggingin er timburbygging klædd að utan með corten stáli á veggjum og þaki, lerkiklæðning er við inngang og á pöllum,
byggingin og pallar eru afmarkaðir að utan með gabíónum fylltum með hraungrjóti frá staðnum, byggingin mun standa í mosa beði.
Að innan eru veggir klæddir með hvíttuðum birkikrossvið,  innréttingar eru einnig í hvíttuðum birkikrossvið á gólfum eru olíuborin birki gólfborð.
Utan þjónustutíma er hægt að loka fyrir glugga með hlerum.
Byggingin er hituð upp með metangasi, rafmagn kemur  frá metangasi og sólarsellum.

Staðsetning  skála N 63° 58,018´ og W 18°19,328´

 

Ranger cabins in Vatnajökull National Park both serve as the ranger’s workplace and home, during the period of duty.  
The cabins are designed in three different sizes with living and working room, bedrooms and badroom for the rangers, as they have the capacity to be

inhabited by 1 – 4 employees. Each cabin has its own workshop.  In the Vatnajökull National Park (VNP) there will be a total of 10 cabins. 

The cabins will be placed in the diverse landscape of VNP.  The main objectives of the design was to get simple and robust buildings, that would endure the

harsh and ever changing weather conditions.