18.03 2020

COVIT-19 - Tilkynning

Samstarfsaðilar og viðskiptavinir Arkís arkitekta

Sem varúðarráðstöfun munum við hjá Arkís arkitektum takmarka fundahöld eins og kostur er og að rafræn samskipti séu nýtt í þeirri viðleitni að lágmarka persónuleg samskipti okkar við viðskiptavini og þar með áhættu á smiti eða dreifingu COVID-19 veirunnar.

Ekki er um algert fundabann að ræða, en að við reynum af fremsta megni að taka fundi vegna verkefna og viðskipta í gegn um Teams, Skype, Facetime eða önnur þau úrræði sem henta.

Arkís arkitektum hefur nú verið skipt upp í tvö teymi þar sem annað teymið er annan hvern dag að vinna heiman frá og hitt er til staðar á Kleppsvegi 152.

Við vonum að þessar ráðstafanir komi ekki illa við viðskiptavini okkar og samstarfsaðila en að við hjálpumst öll að í að reyna að lágmarka smitleiðir að ráðum Landlæknis, almannavarna og sóttvarnalæknis.

Arkís arkitektar

NÝLEGAR FRÉTTIR