Stapaskóli kynntur á opnunarhátíð menntakviku Háskóla Íslands

Stapaskóli var kynntur á opnunarhátíð menntakviku. Farið var í gegnum hönnunarforsendur og meginhugmyndir á bakvið byggingu skólans.
Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna tvenndir skólans sem hver um sig rúmar tvo árganga í senn. Kjarni tvenndanna hleypir dagsbirtu niður á jarðhæð skólans og er lykilatriði í því skapa hjarta hverrar tvenndar fyrir sig. Öll rými skólans umlykja sameiginleg rými skólans sem hægt er að opna saman og gefur skólanum einstaka notkunarmöguleika.

http://menntakvika.hi.is/

Stapaskóli - 1.verðlaun í samkeppni